Arctic Horizon Scan
2022

Alþjóðlegt ákall til að skilgreina forgangsröðun fyrir norðurslóðarannsóknir næstkomandi áratug

Rökstuðningur

Hlýnun á Norðurskautinu er þrisvar sinnnum hærri en meðalhlýnun jarðar. Þessi gríðarlega hlýnun mun hafa djúpstæð áhrif á umhverfi norðurskautsins, vistkerfi, samfélög og landstjórnarmál. Hnattvæðing þýðir að samfélög á norðurslóðum tengjast á nýjan hátt umheiminum, á meðan vaxandi og dvínandi iðnvæðing breytir lífsháttum og umhverfi. Til þess að koma í veg fyrir frekari breytingar á umhverfi norðurslóða er brýnt að vísindamenn líti fram á veginn.

Netkönnun

Við bjóðum rannsakendum frá öllum fræðigreinum, fólki frá nærsamfélögum og frumbyggjasamfélögum á norðurslóðum, stefnumótendum, styrktaraðilum rannsókna og öðrum hagsmunaaðilum, að leggja sitt af mörkum til Horizon Scan, með því að taka þátt í þessari öruggu netkönnun. Með könnuninni viljum við biðja þig um að nefna eitt eða fleiri atriði sem þú telur að þarfnist forgangs til norðurslóðarannsókna næstkomandi áratug. Við fögnum erindum um mál af minni skala, sem og stærri málefni á hnattrænum skala; vel þekkt efni sem og vanmetin; brýn áhyggjuefni sem og minna mikilvæg málefni; viðfangsefni sem varða umhverfið, vistkerfi, jarðfræði, iðnað, stjórnmál, tungumál, menningu, veður, loftslag. Skilaglugginn er opinn til 23. ágúst 2022.

Oxford vinnustofa

Dagana 7.-9. september 2022 munum við halda vinnustofu þar sem við munum flokka gögnin frá könnunninni í forgangsverkefni norðurslóðarannsókna fyrir næstkomandi áratug. Vinnustofan, sem hefur aðsetur í Náttúruminjasafni Oxford háskóla, mun bjóða rannsakendum, hagsmunaaðilum á norðurslóðum og rétthöfum frumbyggja til þátttöku. Aðferðafræði vinnustofunnar mun feta í fótspor fyrri sambærilegra kannanna. Upplýsingar um skráningu og fleira mun fylgja hér að neðan.

Niðurstöður

Horizon Scan mun byggja á ritrýndri skriflegri skýrslu sem dregur saman niðurstöður vinnustofunnar og netkönnuninnar. Þetta mun vera dagskrárskjal sem mun nýtast vísindamönnum, fjármögnunaraðilum rannsókna, stefnumótendum og öðrum hagsmunaaðilum og rétthöfum á norðurslóðum. Með þátttöku í Horizon Scan vonum við einnig að ný þverfræðileg tengsl og samstarf myndist og að þekking úr mismunandi áttum (t.d. vísindaleg og hefðbundin) verði tekin saman.

Þátttaka

Allir þátttakendur í könnuninni munu hafa tækifæri til að fá viðurkenningu í þeim skýrslum sem birtast og byggja á gögnum könnunarinnar. Þátttakendur fá einnig tækifæri til að skrá áhuga á að mæta á vinnustofuna í Oxford. Þátttakendum vinnustofunnar verður síðan boðið að vera meðhöfundar skriflegrar skýrslu.

Photographs © Joe Cornish and Sam Cornish.