Rökstuðningur
Hlýnun á Norðurskautinu er þrisvar sinnnum hærri en meðalhlýnun jarðar. Þessi gríðarlega hlýnun mun hafa djúpstæð áhrif á umhverfi norðurskautsins, vistkerfi, samfélög og landstjórnarmál. Hnattvæðing þýðir að samfélög á norðurslóðum tengjast á nýjan hátt umheiminum, á meðan vaxandi og dvínandi iðnvæðing breytir lífsháttum og umhverfi. Til þess að koma í veg fyrir frekari breytingar á umhverfi norðurslóða er brýnt að vísindamenn líti fram á veginn.